Innlent

Kappakstursbæjarfélag rís á Reykjanesi

Fyrsta skóflustungan, að gerð bílaíþróttasvæðis með nokkur þúsund manna byggð í kringum, verður tekin á morgun. Þrjár kappaksturbrautir fyrir ríflega hálfan milljarð íslenskra króna verða lagðar.

Við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar á byggðin að rísa. Þar er gert ráð fyrir sex til sjö þúsund manna byggð í kringum þrjár tegundir keppnisbrauta, en byggðin mun rísa í áföngum. Lögð verður kvartmílubraut, go-kart braut og ein kappakstursbraut fyrir akstursíþróttir í næsta flokki fyrir neðan formula eitt kappakstur. Á þeirri braut verður einnig leyfður æfingaakstur formula 1 bíla en brautin sjálf er nógu góð fyrir þá tegund ökutækja en til að hún yrði keppnishæf þyrfti að bæta við sjúkrahúsi og öðru þess háttar. Brautirnar hannar annar tveggja sérfræðinga sem leyfi hafa til að hanna formúlubrautir fyrir alþjóðaaksturssambandið og hann telur aðstæður hér góðar.

Clive Bowen, hönnuður brautanna, hefur hannað svipað svæði í Dubai sem á miklum vinsældum að fagna og segir hann það sama geta gerst hér. Hann segir þekktar hótelkeðjur vera í viðræðum við fjárfesta um lóð en vill ekki segja hverjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×