Innlent

Giuliani útilokar ekki að bjóða sig fram til forseta

Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, segir að Bandaríkjamenn eigi að taka sér íslenskt samfélag til fyrirmyndar. Hann útilokar ekki að bjóða sig fram til forseta.

Giuliani er staddur hér á Íslandi í tilefni aldarafmælis Símans en hann hélt erindi á ráðstefnu fyrirtækisins í Borgarleikhússins í dag um hvað prýða þarf góðan leiðtoga. Giuliani vakti einmitt heimsathygli á sínum tíma fyrir að stýra New York í gegnum mestu hörmungar sem dunið hafa yfir borgina. Vegna frammistöðu sinnar þá er Giuliani sagður líklegur arftaki Bush Bandaríkjaforseta þegar kjörtímabili hans lýkur.

Giuliani kom til landsins í morgun og staldrar stutt við. Miðað við það sem hann hefur þegar séð segir hann Bandaríkjamenn geta lært margt af Íslendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×