
Formúla 1
Alonso á ráspól í Kína

Heimsmeistarinn Fernando Alonso verður á ráspól í Kínakappakstrinum á morgun eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökum í morgun. Michael Schumacher varð að láta sér lynda sjötta sætið, en hann átti erfitt uppdráttar í rigningunni í Shanghai í dag. Giancarlo Fisichella náði öðrum besta tímanum og Honda mennirnir Jenson Button og Rubens Barrichello náðu þriðja og fjórða besta tímanum.