Innlent

Október helgaður baráttunni við brjóstakrabbamein

Októbermánuður verður helgaður baráttunni við brjóstakrabbamein eins og undanfarin sex ár. í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að boðið verði upp á fræðslu um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.

Fyrstu dagana í október verður Höfði í Reykjavík lýstur upp í bleikum lit og mun borgarstjóri kveikja á lýsingunni annað kvöld klukkan 19.30. Bleik lýsing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu í mánuðinum.

Ár hvert greinast um 170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein og fer fjölgandi en lífshorfurnar hafa batnað mikið. Um helmingur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 80% vænst þess að lifa svo lengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×