Innlent

Herstöðvaandstæðingar fagna brottför hersins

Herstöðvaandstæðingar halda klukkan tólf til Suðurnesja þar sem þeir munu fagna því að Bandaríkjaher er farinn af landi brott. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og minnisvarðar um hersetuna skoðaðir.

Herstöðvaandstæðingum voru sett ströng skilyrði af hálfu stjórnvalda við þessa skoðunarferð og var sérstaklega er tekið fram á löngum lista skilyrða að þeim verði óheimilt að flagga þar sem herstöðin sé nú opinber eign og því megi einungis opinberar stofnanir flagga. Þá stendur Þjóðarhreyfinging fyrir fundi á NASA við Austurvöll klukkan 14 í dag til að fagna brottför hersins. Aðalræðumaður þar verður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×