Innlent

Porter sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ

Michael E. Porter, sem af mörgum er talinn einn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á morgun.

Porter kemur hingað til lands á vegum Capacent Gallup þar sem hann gerir meðal annars grein fyrir skýrslu sem hann hefur unnið um samkeppnishæfni Íslands.

Porter gegnir prófessorsstöðu við Harvard-háskóla og vinnur viðskipta- og hagfræðideild HÍ að undirbúningi samstarfs við skólann um kennslu í rekstrarhagfræði með sérstakri áherslu á samkeppnishæfni fyrirtækja og þjóða.

Til marks um það hve áhrifamikill Porter er þá fer hann rakleiðis til Rússlands eftir Íslandsheimsóknina og ræðir við Vladímír Pútín, forseta Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×