Innlent

Búið að útskrifa alla

Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, vegna gruns um reykeitrun, eftir að mikill eldur kom upp í þríbýlishúsi við Hamragerði á Akureyri um miðnæturbil.

Þeir voru þó allir útskrifaðir af sjúkrahúsinu að skoðun lokinni síðar í nótt og munu ná sér að fullu. Íbúar á neðri hæð, þar sem eldurinn kom upp, voru vakandi þegar eldsins varð vart, en þá var hann stax orðinn magnaður og fengu þeir ekki við neitt ráðið. Vöktu þeir þá þrjá sofandi íbúa á efri hæð,og forðuðu allir sér út. Slökkvilið sendi svo reykkafara inn til öryggis, en engin reyndist hafa orðið eftir í húsinu. Eldurinn var magnaðastur í einu herbergi í íbúð á neðri hæð hússins og leikur grunur á að þar hafi kviknað í út frá kerti. Slökkvistarf tók um það bil 20 mínútur og var aukalið slökkviliðsmanna kallað út þar sem útlitið var slæmt í fyrstu. Mikið tjón varð í íbúðinni þar sem eldurinn kviknaði og barst reykur um allt hús með tilheyrandi tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×