Innlent

Alcoa barst sprengjuhótun

Framkvæmdir við álver Alcoa á Reyðarfirði
Framkvæmdir við álver Alcoa á Reyðarfirði MYND/Vísir

Alcoa á Reyðarfirði barst í morgun sprengjuhótun. Að sögn Ernu Indriðadóttur, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, hringdi karlmaður inn sem talaði ensku og talaði hann um að sprengja eitthvað upp. Símtalið var mjög óljóst en haft var samband við lögregluna á Eskifirði um leið og því lauk.

Lögreglan koma á staðinn fyrir hádegi og fór yfir svæðið en fann ekkert. Ekki þótti ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fréttavefurinn austurlandid.is greinir frá því að símtalið hafi komið erlendis frá. Það hafi verið rakið og fundið var út að það kom frá skrifstofuhúsnæði sem reyndist autt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×