Innlent

Lifandi gínur

Lifandi gínur í verslunarglugga
Lifandi gínur í verslunarglugga MYND/NFS

Það brá sumum vegfarendum um Bankastrætið, í dag, þegar gínurnar í glugganum á verslun Sævars Karls, hreyfðu sig og jafnvel vinkuðu. Það var þó ekki svo að gínurnar hefðu allt í einu lifnað við, heldur voru þetta nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Þeir voru þarna með smá tískusýningu, bæði af því að þeim þótti það gaman, og eins til þess að afla sér smá aura fyrir árshátíð sem stendur fyrir dyrum. Sævari Karli þykir afskaplega gaman að hafa líf og fjör í sinni verslun og hefur áður rétt menntskælingum hjálparhönd með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×