Innlent

Skólabygging hafin í Malaví

Börn að leik í Malaví
MYND/BALDUR

Framkvæmdir eru hafnar við fyrsta framhaldsskólann sem Þróunarsamvinnustofnun byggir í Malaví í samvinnu við heimamenn.

Skólinn á að þjóna um það bil fjórtán nærliggjandi þorpum. Stefnt er að því að skólinn verði fokheldur fyrir upphaf regntímans, um mánaðamótin nóvember og desember, en framkvæmdum á að ljúka um áramót.

Þegar skólinn verður fullbúinn verður unnt að bjóða framhaldsskólanemum á þessu svæði í suðurhluta Malaví kennslu á öllum stigum framhaldsmenntunar á grunnskólastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×