Innlent

Fær ekki að keyra sportbílinn aftur

Ungur ökumaður, sem mældist á ofsahraða skammt frá Húsavík, fær ekki að aka kraftmiklum bíl aftur. Móðir hans lét lögregluna taka kraftmeiri bílinn af honum eftir hraðaksturinn.

Sonur, Áróru Gústafsdóttur, er í framhaldsskóla á Laugum í Þingeyjarsýslu og var hann tekinn á 160 kílómetra hraða í Aðaldalnum fyrir tveimur vikum síðan. Hann var á kraftmiklum Mitsubitzi sportbíl þegar hann var tekinn og fékk Áróra, sem býr í Reykjavík, lögregluna á Húsavík til þess að gera bílinn upptækan. Þennan bíl fær pilturinn ekki aftur að keyra heldur verður hann seldur og annar kraftminni keyptur í hans stað.

Sjálf hafði Áróra talað við son sinn um hættur í umferðinni en fannst hún ekki ná til hans. Hún segir hann ekki hafa þroska til að keyra svona ökutæki og segir hann vera sáttan við ákvörðun hennar.

Sonur Áróru hafði verið með bílpróf í þegar hann var tekinn á ofsahraða. Hún treysti syni sínum ekki til að aka um á bílnum, sem er kraftmikill sportbíll, á vegum landsins. Þar sé hann sjálfum sér og öðrum vegfarendum hættulegur. Hún segir foreldra ekki eiga að vera hrædda við grípa inn sýni unglingar þeirra mikið ábyrgðarleysi of hættulegt sé láta þau reka sig á úti í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×