Viðskipti erlent

Olíuverð lækkaði lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega og fór niður fyrir 60 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafi áætlanir um að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu.

Verðið fór niður um 24 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór niður í 59,79 dali á tunnu en verð á Norðursjávarolíu lækkaði um 20 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 59,80 dali á tunnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×