Innlent

Sala á helmingi Icelandair

Fjárfestingahópur með rætur í Sambandsarmi atvinnulífsins verður kjölfestan í nýjum eigendahópi Icelandair. Félagið hefur fengið nafnið Langflug en um helgina er unnið að því að ganga frá sölu til þess og annarra fjárfesta á meirihluta í flugfélaginu og tengdum rekstri.

Um helgina er verið að ganga frá sölu á 51% í Icelandair, flugfélaginu og tengdum rekstri, en í vikunni tók Glitnir að sér að tryggja sölu á þessum hlut. Samkæmt heimildum NFS er verið að klára aðkomu fjárfestingahóps að þessum kaupum eða á um 30% í félaginu. Fjárfestingahópurinn hefur myndað um sig félagið Háflug en að Langflugi standa Finnur Ingólfsson, fyrrvernadi forstjóri VÍS, Helgi S Guðmundsson, framkvæmdasjtóri og formaður bankaráðs Seðlabankans og Þórólfur Gíslason stjórnarformaður Samvinnutrygginga. Svo gæti farið að fleiri aðilar komi að þessum kjölfestuhlut.

Þá munu vera á lokastigi viðræður um kaup á 11% til viðbótar af fjárfestingarfélagi sem Bjarni Benediktsson er í forsvari fyrir - að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þar koma að málum eigendur Olíufélagsins.

Loks munu lykilstjórnendur og starfsmenn hafa hug á að eignast tíu prósent í fyrirtækinu. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir að stefnt sé að því að sem flestir starfsmenn eignist hluti í félaginu og hann vonist til að það gangi eftir. Það verði hlutir í boði fyrir alla. Í samtali við NFS segir Jón Karl að sér lítist vel á þá sem nefndir hafi verið til sögunnar sem verðandi kjölfestueigendur að félaginu.

Það mun ekki fjarri lagi að þessi 51 prósent seljist á ríflega 33 milljarða króna. Að því er svo stefnt að setja tæplega helming hluta í fálginu í almenna sölu innan fárra mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×