Innlent

Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfiði

Næstu daga verður lokið við nýja tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt. Á meðan verið er að ljúka við framkvæmdirnar þarf að víxla umferð milli akbrauta sem veldur aukinni truflun á umferð. Vegagerðin vonast til að hægt verði að ljúka áfanganum í þessari viku. Verið er að ganga frá lýsingu á þessum kafla og er vonast til að því ljúki í vikunni. Á fjórða ár eru liðið frá því framkvæmdir hófust við breikkun Reykjanesbrautar. Fyrsti áfanginn tólf kílómetra langur kafli um Kúagerði og Hvassahraun, var opnaður fyrir um tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×