Sport

Kalla Íslendinga aumingja

Sænskir fjölmiðlar hafa ekki mikið álit á íslenska landsliðinu
Sænskir fjölmiðlar hafa ekki mikið álit á íslenska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Blaðamenn Aftonbladet í Svíþjóð eru ekki að skafa af því þegar þeir fjalla um leik Íslendinga og Svía í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld og kalla íslenska liðið aumingja. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu á NFS í hádeginu.

Í grein í blaðinu í dag er talinn upp árangur íslenska liðsins á stórmótum undanfarin ár og þó þar sé árangurinn ekki sérlega glæsilegur, spara þeir sænsku ekki stóru orðin og kalla Ísland "Aumingjaland". Blaðamaður spáir Svíum þó aðeins 1-0 sigri í leiknum í kvöld og hefur áhyggjur af því að veðurfarið komi í veg fyrir stærri sigur þeirra gulklæddu.

Íslenska liðið brá sér í kvikmyndahús í gærkvöld og sá heimildarmyndina um Jón Pál Sigmarsson, en í kvöld kemur í ljós hvort það hefur barið anda í íslensku strákana enda verður við ramman reip að draga í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×