Enski boltinn

Okkur er full alvara

Eggert Magnússon
Eggert Magnússon Mynd/Daníel Rúnarsson

Þau tíðindi að Eggert Magnússon hefði í hyggju að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hafa farið um England eins og eldur í sinu í dag. Mikið hefur verið rætt um hugsanlega sölu á meirihluta í félaginu í haust og segir Eggert að sér sé dauðans alvara með formlegu yfirtökutilboði sínu.

"Ég er fyrst og fremst knattspyrnuáhugamaður og West Ham er sögufrægt félag með ríka knattspyrnuhefð. Ég hef fylgst spenntur með gangi mála að undanförnu og hef tekið eftir því að lítið hefur gerst þrátt fyrir sífelldan orðróm um að selja eigi félagið. Ég hef heyrt af áhuga Kia Joorabchian, en ég get fullyrt að okkur er full alvara með tilboðinu," sagði Eggert í samtali við breska sjónvarpið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×