Sport

Ég gat ekkert gert

Paul Robinson var skelfilega óheppinn í Zagreb í kvöld.
Paul Robinson var skelfilega óheppinn í Zagreb í kvöld. NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson gat lítið sagt þegar hann var spurður út í sjálfsmarkið slysalega sem hann fékk á sig í Zagreb í kvöld þegar Englendingar töpuðu 2-0 fyrir Króötum í undankeppni EM.

Robinson fékk sakleysislega sendingu til baka frá Gary Neville á 69. mínútu, en um leið og Robinson ætlaði að spyrna frá marki sínu undan pressu sóknarmanns Króata - skoppaði knötturinn á þúfu á vellinum, yfir ristina á markverðinum og þaðan í netið.

"Þetta er eitt af þessum óheppilegu atvikum. Ég gat ekki gert nokkurn skapaðan hlut við þessu. Maður á aldrei von á svona löguðu, ég ætlaði bara að sparka í boltann eins og ég er vanur. Ég ætla hinsvegar ekki að velta mér upp úr þessu, heldur einbeita mér að því jákvæða úr leiknum - jafnvel þó það sé ef til vill ekki mikið," sagði Robinson, sem varði eins og berserkur frá Króötunum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×