Viðskipti erlent

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum

Vöruskipti voru óhagstæð um 69,8 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.815 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum í ágúst. Viðskiptahallinn vestra nemur 716,7 milljörðum dala, jafnvirði 49.445 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri.

Heildarverðmæti útflutnings vestanhafs nam 122,4 milljörðum dala eða  8.444 milljörðum króna en verðmæti innflutnings nam 19,23 milljörðum dala eða 1.326 milljarða íslenskra króna. Þetta er 1,9 milljarði meiri halli en var í mánuðinum á undan.

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum hefur aukist ár frá ári og nemur hann nú 716,7 milljörðum dala eða 49.445 milljörðum íslenskra króna. Allt stefnir í að hann hækki um 9,4 prósent frá síðasta ári verða mesti viðskiptahalli í sögu Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×