Körfubolti

Sacramento burstaði Dallas

Mike Bibby skoraði 19 stig í sigrinum á Dallas
Mike Bibby skoraði 19 stig í sigrinum á Dallas NordicPhotos/GettyImages

Tveir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Sacramento burstaði Dallas á útivelli 111-90 í leik sem sýndur var beint á NBA TV og LA Lakers vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Seattle 104-101.

Dallas var án þeirra Dirk Nowitzki, Jason Terry, Jerry Stackhouse og Devin Harris, sem allir voru hvíldir. Josh Howard og Maurice Ager skoruðu 14 stig hvor fyrir Dallas. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 19 stig og Ron Artest skoraði 13 stig.

Brian Cook skoraði 16 stig fyrir Lakers í sigrinum á Seattle og Ronny Turiaf bætti við 15 stigum. Nick Collison skoraði 20 stig fyrir Seattle og þeir Rashard Lewis og Ray Allen 15 hvor.

Í nótt fara svo fram sex leikir og þar verður leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks sýndur beint á NBA TV klukkan 0:30 eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×