Viðskipti erlent

BAE selur í Airbus

Louis Gallois, nýráðinn forstjóri Airbus. Hann gegnir jafnframt stöðu aðstoðarforstjóra EADS.
Louis Gallois, nýráðinn forstjóri Airbus. Hann gegnir jafnframt stöðu aðstoðarforstjóra EADS. Mynd/AFP

Breski hergagnaframleiðandinn BAE Systems hefur lokið við sölu á 20 prósenta hlut sínum í flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans.

Kaupverð nemur 2,75 milljörðum evra eða rúmum 236 milljörðum króna og verður greitt fyrir hlutina í reiðufé.

Eftir viðskiptin á EADS allt hlutafé í Airbus.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×