Innlent

Ungt fólk getur auðveldlega nálgast fíkniefni

Mjög auðvelt er fyrir ungt fólk að nálgast fíkniefni. Unglingur á vegum fréttaskýringarþáttarins Kompáss gat á skömmum tíma komist yfir þó nokkurt magn fíkniefna, sem ritstjóri þáttarins skilaði svo til lögreglu í dag. Lögreglan tók við efnunum og boðaði ritstjórann í yfirheyrslu vegna málsins.

16 ára unglingur var gerður út af Kompási fyrir nokkru, til að kanna hversu auðvelt væri fyrir ungmenni að kaupa fíkniefni. Það reyndist ekki erfitt. Viðkomandi komst í samband við fíkniefnasala, sem blikkaði ekki auga við að selja unglingnum eiturlyfjaskammt sem hefði hæglega getað orðið honum að aldurtila, hefði hann neytt efnanna allra.

Að upptökum loknum þurfti svo að koma þessum ólöglegu efnum í réttar hendur, eða til lögreglu.

Fyrsti hluti umfjöllunar Kompáss um aðgengi unglinga að fíkniefnum verður í þættinum á sunnudagskvöld, strax eftir fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×