Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma sök á vinkonu sína

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. MYND/365

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag konu á þrítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa upp nafn vinkonu sinnar í þrígang þegar lögregla hafði afskipti af ferðum hennar á bifreið í febrúar og mars 2002. Í fyrsta tilvikinu var um að ræða umferðaróhapp, í öðru tilvikinu var hún stöðvuð vegna vanbúnaðar ljósabúnaði bifreiðar og í þriðja tilvikinu var hún stöðvuð fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.

Konan sagðist hafa fengið leyfi vinkonu sinnar til að nota nafn hennar í fyrsta tilvikinu en gekkst við hinum brotunum tveimur. Neitaði vinkonan því að hafa gefið henni leyfi til að gefa upp nafn sitt og kennitölu. Henni hafi þótt undarlegt þegar sektarboð hafi borist og síðan hafi lögregla komið heim til hennar með sektarbréf. Þá hafi hún greint lögreglu frá því ökuskírteini hennar hefði verið stolið og hún hefði ákærðu grunaða. Lögregla hafi þá hvatt hana til að kæra málið sem hún hafi þá þegar gert.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×