Enski boltinn

RIbery vill fara til Arsenal

Franck Ribery
Franck Ribery NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður franska miðjumannsins Franck Ribery segir leikmanninn hafa fullan hug á að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal í framtíðinni.

Ribery er aðeins 23 ára gamall og sló í gegn með franska landsliðinu á HM í sumar. Hann hefur verið orðaður við Arsenal í langan tíma, en forráðamenn Marseille hafa ekki verið til viðræðu um að selja hann.

"Arsene Wenger er mjög hrifinn af Ribery og vildi fá hann til Arsenal í sumar, en Marseille vildi ekki selja hann. Franck hefur mikinn áhuga á að fara til Arsenal í framtíðinni og það er fyrst og fremst út af Wenger, en auðvitað hjálpar að í Arsenal eru góðir vinir hans úr franska landsliðinu. Það eru engar viðræður í gangi sem stendur um kaup á honum, en við sjáum hvað setur í janúar," sagði umboðsmaður leikmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×