Viðskipti erlent

Sensex nálgast nýjar hæðir

Úr kauphöll Indlands í Mumbai.
Úr kauphöll Indlands í Mumbai. Mynd/AFP

Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri.

Vísitalan hækkaði um 1,5 prósent í dag og endaði lokagengi hennar í 12.927 stigum. Ástæðan fyrir hækkuninni er bjartsýni fjárfesta um góða afkomu fyrirtækja á Indlandi á öðrum fjórðungi ársins.

Mest voru viðskipti með bréf í tæknifyrirtækjunum Infosys og Tata Consultancy.

Hlutabréfavísitalan féll snögglega í indversku kauphöllinni í júní og fór niður fyrir 9.000 stiga markið.

Mikið viðsnúningur hefur verið á gengi vísitölunnar en hæst fór hún í 12.953,76 stig nokkru fyrir lok markaða í kauphöllinni í Mumbai á Indlandi í dag og er það hæsta gildi hennar fram til þessa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×