Körfubolti

Fjórir leikir í nótt

Ronald "Flip" Murray keyrir hér framhjá Ronnie Brewer hjá Utah í leik liðanna í nótt
Ronald "Flip" Murray keyrir hér framhjá Ronnie Brewer hjá Utah í leik liðanna í nótt NordicPhotos/GettyImages

Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Detroit lagði Utah 90-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV sem sýndur var beint í gærkvöldi. Ronald Murray skoraði 19 stig fyrir Detroit, en hann gekk í raðir liðsins frá Cleveland í sumar. Ronnie Brewer og Carlos Boozer skoruðu 15 stig hvor fyrir gestina.

Washington lagði Charlotte 100-91. Antawn Jamison skoraði 22 stig fyrir Washington og Gerald Wallace skoraði sömuleiðis 22 stig fyrir Charlotte.

Minnesota lagði Indiana 103-87. Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota, en Rawle Marshall skoraði 17 stig fyrir Indiana.

Loks vann Chicago þriðja leik sinn í röð á undirbúningstímabilinu þegar liðið skellti Memphis 87-78. Hakim Warrick skoraði 13 stig fyrir Memphis, en Tyrus Thomas skoraði mest í jöfnu liði Chicago - 12 stig.

Í kvöld verður svo leikur Cleveland Cavaliers og ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv sýndur beint á NBA TV og hefst hann klukkan 23:00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×