Innlent

Víða erlendis fjallað um hvalveiðar Íslendinga

MYND/Vísir

Helstu fjölmiðlar, bæði vestan hafs og austan, greina frá því að Íslendingar séu að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og hafa eftir álit ýmissa umhverfisverndarsamtaka, sem bregðast ókvæða við.

Þær undantekningar eru á því að grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og sömuleiðis formaður Norðurheimskauts-samtakanna. Á vef BBC gefst fólki kostur á að tjá sig um málið samhliða einskonar skoðanakönnun. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðunum og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Hvalur 9 er nú á leið á miðin og verður kominn þangað undir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×