Innlent

Efni í Bláa lóninu vinna gegn öldrun húðarinnar

MYND/GVA

Efni í jarðsjó Blá lónsins virka gegn öldrun húðarinnar og styrkja mikilvæga eiginleika hennar samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem Bláa lónið hefur unnið í samvinnu við Jean Krutmann, einn þekktasta vísindamann heims á sviði rannsókna á áhrifum umhverfis á húðina.

Niðurstöður rannsóknanna voru kynntar á blaðamannafundi í morgun í Bláa lóninu. Samkvæmt niðurstöðunum styrkja efni Bláa lónsins efsta varnarlag húðarinnar á þann hátt að þau hindra niðurbrot prótínsins kollagens og hvetja til nýmyndunar þess í húðinni en kollagen á ásamt öðru prótíni mestan þátt í halda húðinni unglegri og koma í veg fyrir hrukkur.

Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að rannsóknirnar séu mikilvægur þáttur í þróun á vörum og meðferðum Bláa lónsins og að nýjar vörur frá fyrirtækinu sem vinna gegn öldrun húðarinnar verði settar á markað í lok árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×