Innlent

Verðbólga innan EES mest á Íslandi

Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði. Fram kemur á vef Hagstofunnar að frá september 2005 til sama mánuðar í ár var verðbólgan 1,9 prósent að meðaltali í ríkjum EES en minnst var hún í Finnlandi, 0,8 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×