Innlent

Vilja breyta fæðingarorlofslögum

Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum.

Þá vilja Samfylkingarþingmenn að viðmiðunartíminn sem notaður er til að reikna tekjur í fæðingarorlofi verði styttur þannig að nú verði miðað við 18 mánaða samfellt tímabil fyrir töku fæðingarorlofs í stað þess að miða við upplýsingar úr tvem síðustu skattframtölum. Þetta sér sérlega mikilvægt fyrir fólk sem er nýkomið úr námi og fyrir foreldra sem eignist börn með skömmu millibili.

Þá er kveðið á um það í frumvarpinu að foreldri sem statt er erlendis tímabundið vegna náms maka fái rétt til fæðingarstyrks ef slíkur styrkur fæst ekki í búsetulandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×