Innlent

Gengið frá samningum um kaup OMX á Kauphöllinni

MYND/Stefán

OMX og eigendur Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings hafa undirritað samning um að Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands gangi til liðs við norrænu kauphöllina OMX. Hluthafar í Verðbéfaþingi fá greitt í hlutabréfum í OMX að andvirði 2,5 milljarða króna en auk þess mun OMX greiða í peningum fyrir handbært fé og verðbréf í eigu eignarhaldsfélagsins og verður ákveðið í lok viðskiptanna hver sú upphæð verður. Ráðgert er að gengið verði frá viðskiptum í lok nóvember og að eignarhaldsfélagið, og þar með Kauphöllin, verði þar með hluti af OMX.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×