Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli 19. október 2006 11:20 MYND/Vísir Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira