Innlent

Fjöldi fólks mættur til að fylgjast með Iceland Airwaves

Hljómsveitin Skakkamanage spilar á Gauknum í kvöld.
Hljómsveitin Skakkamanage spilar á Gauknum í kvöld.

Bandaríski stórleikarinn Harrison Ford er meðal þeirra sem er mættir eru til landsins til að fylgjast með Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hófst í gær. Í fréttamolum frá aðstandendum hátíðarinnar segir að Harrison Ford ætli í kvöld á NASA til að fylgjast með íslensku hljómsveitinni Ælu.

Nánast er uppselt á hátíðina en aðeins eru sextíu miðar eftir. Aldrei hafa verið jafn margir fjölmiðlamenn verið á hátíðinni en tónlistarstöðin MTV og tímaritið Rolling Stones eru meðal þeirra sem fylgjast með í ár.

Í kvöld verða allir sjö tónleikastaðir hátíðarinnar komnir í gagnið og eru Tilly and The Wall og Klaxons meðal þeirra sem troða upp.

Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir aðstandendur ánægða með opnunarkvöldið í gær. Æstir tónlistarunnendur létu sig ekki vanta og var Gaukurinn yfirfullur þegar bandaríska rokksveitin We are Scientists steig á stokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×