Innlent

Aldrei fleiri útskrifast af framhaldsskólastigi en 2004-2005

Aldrei hafa fleiri nemendur úrskrifast af framhaldsskólastigi en skólaárið 2004-2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Alls brautskráðust rétt rúmlega 4.800 nemendur af framhaldsskólastigi með hátt í 5300 próf en í þeim hópi voru konur nokkru fleiri en karlar.

Þegar hins vegar er aðeins horft til stúdenta fækkaði þeim aðeins milli skólaáranna 2003-2004 og 2004-2005 en stúdentspróf voru tæplega helmingur allra brautskráninga á framhaldsskólastigi síðarnefnda árið. Tölur Hagstofunnar leiða einnig í ljós að skólaárið 2004-2005 höfðu aldrei fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á Íslandi síðan gagnasöfnun Hagstofu Íslands hófst árið 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×