Innlent

Tvö íslensk fyrirtæki meðal þeirra efstu á Europe´s 500

Tvö íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra tíu efstu á lista samtakanna Europe's 500 yfir framsæknustu fyrirtæki í Evrópu fyrir árið 2006. Alls eru fimm íslensk fyrirtæki á listanum og hefur störfum hjá þeim fjölgað hraðast að meðaltali í þeim 25 Evrópulöndum sem listinn nær til.

Samtökin Europe´s 500 hafa undanfarin tíu ár birt lista yfir þau 500 fyrirtæki sem þykja hafa vaxið hvað hraðast í Evrópu þegar horft er til veltu og starfsmanna. Í ár er miðað við vöxt frá árslokum 2002 til ársloka 2005.

Alls eru fimm íslensk fyrirtæki á listanum og er Avion Group þar efst í öðru sæti á eftir franska fyrirtækinu Gameloft. Hefur starfsmönnum Avion fjölgað um fjögur þúsund eða nærri 600 prósent á tímabilinu. Avion var einnig í öðru sæti á listanum í fyrra. Kögun er næst íslenskra fyrirtækja á listanum, í sjöunda sæti, en þar hefur starfsmönnum fjölgað úr um 120 í 1250 frá 2002 til 2005.

Hin íslensku fyrirtækin á listanum eru stoðtækjafyrirtækið Össur í 67. sæti, fjármálafyrirtækið Creditinfo Group, sem er meðal annars í eigu KB banka og Landsbankans, í 81. sæti og hugbúnaðarfyrirtækið TM Software 122. sæti.

Fram kemur í tilkynningu frá Europe´s 500 að störfum hjá íslensku fyrirtækjunum hafi fjölgað að meðaltali um 72 prósent á ári, eða samtals um nærri 600 á þessu þriggja ára tímabili. Er það mesti vöxtur fyrirtækja í þeim 25 löndum sem listinn nær til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×