Innlent

Vilja stofna sérstakt Loftlagsráð

Þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að koma á fót Loftslagsráði sem meðal annars hafi það verkefni að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og annarra skaðlegra efna og meta líkleg áhrif loftslagsbreytinga á þjóðarhag og þjóðaröryggi.

Í greinargerð með tillögunni kemur meðal annars fram að loftlagsbreytingar vegna mengunar séu brýnasta viðfangsefni alþjóðasamfélagsins í umhverfismálum og rannsóknir sýni að draga þurfi úr losun gróðurhúslofttegunda á 21. öldinni um allt að 100 prósent frá því sem nú er. Íslendingar þurfi eins og aðrar þjóðir að ná tökum á loftslagsbreytingunum og Loftslagsráðið getur orðið mikilvægur vettvangur til að stuðla að því að Ísland skili sínu í þessari glímu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×