Innlent

Dræm aðsókn í Ísafjarðarbíó

Ísafjarðarbíó.
Ísafjarðarbíó. MYND/Sigurjón

Aðsókn í Ísafjarðarbíó, elsta starfandi kvikmyndahús landsins, hefur verið ansi dræm í sumar. Fréttavefurinn Bæjarins besta eftir Steinþóri Friðrikssyni hjá Ísafjarðarbíói að hann telji að svokallaðar sjóræningjaútgáfur kvikmynda, sem hægt er að nálgast á netinu, spili þar stórt hlutverk.

Steinþór segir kvikmyndahúsin í Reykjavík oft sein til að sýna myndir. Þær berist ekki Ísafjarðarbíói fyrr en tveimur eða þremur vikum síðar og þá séu margir búnir að sjá þær, oft með hjálp netsins. Steinþór er þó ekki búinn að gefa upp vonina um að Ísfirðingar taki á ný að fjölmenna í bíó þar sem stórar myndir eins og Mýrin og James Bond séu nú á leið þangað til sýningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×