Innlent

Nýr þjónustusamningur um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ

Siv Friðleifsdóttir og Gunnlaugur K. Jónsson.
Siv Friðleifsdóttir og Gunnlaugur K. Jónsson.

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), undirrituðu síðdegis nýjan þjónustusamning um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2007 og er til 5 ára. Ríkið greiðir um 480 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna sem veitt er samkvæmt samningnum, eða um 2,5 milljarða króna á samningstímanum.

Um 120 manns eru starfandi á HNLFÍ og er tekið á móti 1.700 til 2.000 sjúklingum á heilsustofnuninni árlega, en að jafnaði eru um 120 sjúklingar á heilsustofnuninni á hverjum tíma.

Landlæknir hefur faglegt eftirlit með framkvæmd samningsins sem endurskoða má árlega kjósi samningsaðilar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×