Innlent

Lítið sem ekkert samræmi

Ekki virðist vera samræmi milli þess hve margir stúdentar útskrifast á landsbyggðinni og hve margir þeirra stunda háskólanám. Að þessari niðurstöðu kemst Þóroddur Bjarnason prófessonr við Háskólann á Akureyri en hann hefur borið saman skiptingu fjárveitinga þessa fjárlagaárs á háskólastigi til heilsársnema.

Af þeim 5230 ársnemum í félags- og mannvísindum eru um 2/3 í Háskóla Íslands eða 3500 nemar alls. 900 nemar eru í Háskólanum í Reykjavík, 400 á Akureyri og 400 á Bifröst. Stúdentar sem útskrifast af framhaldsskólastigi úti á landi eru um 35% en hlutfall allra ársnema sem menntamálaráðuneytið borgar fyrir á landsbyggðinni er aðeins 15%. Þóroddur segir að menntamálaráðuneytið stilli þessu þannig upp að krakkar á landsbyggðinni verða að fara til Reykjavíkur í nám og erfiðara er fyrir reykvíska krakka að sækja ná úti á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×