Viðskipti erlent

Olíuverðið lækkar á ný

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 59 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar efasemda um að einhugur sé hjá  aðildarríkjum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að minnka olíuframleiðslu um rúma milljón tunnur af hráolíu á dag til að sporna gegn verðlækkunum á svarta gullinu.

Sádí-Arabar ákváðu á fundinum í lok síðustu viku að minnka olíuframleiðslu um 380.000 tunnur á dag frá og með 1. nóvember næstkomandi en ákveðið var að samtökin skæru framleiðsluna niður um 1,2 milljónir tunna. Óvíst er hver áhrifin verða á olíubirgðir helstu hagkerfa.

Verð á hráolíu lækkaði um 91 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum í dag og fór í 58,42 dali á tunnu en verð á Norðursjávarolíu lækkaði um 84 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 58,84 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×