Körfubolti

Vandræði hjá Sacramento

Mike Bibby verður ekki með Sacramento í upphafi leiktíðar vegna meiðsla
Mike Bibby verður ekki með Sacramento í upphafi leiktíðar vegna meiðsla NordicPhotos/GettyImages

Lið Sacramento Kings virðist ekki ætla að byrja leiktíðina glæsilega í NBA, en nú þegar nákvæmlega vika er í að deildarkeppnin hefjist hefur liðið orðið fyrir tveimur áföllum en góðu fréttirnar eru kannski þær að hvorugt atvikið tengist vandræðagemlingnum Ron Artest.

Leikstjórnandinn Mike Bibby varð fyrir því óláni að meiðast á þumalfingri í æfingaleik á sunnudagskvöldið og ljóst þykir að hann verði frá í að minnsta kosti þrjár vikur - sem þýðir að hann verður ekki með liðinu fyrstu tvær vikurnar af deildarkeppninni. Bibby spilaði alla 82 leikina með liðinu á síðustu leiktíð og er algjör lykilmaður í liðinu með yfir 20 stig að meðaltali.

Þá var nýráðinn þjálfari liðsins, Eric Musselmann, handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina og byrjar því starfsferilinn ekki glæsilega hjá liðinu. Hann felldi tár á blaðamannafundi í gær þar sem hann baðst afsökunar á atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×