Körfubolti

Orlando - Miami í beinni

Dwight Howard er einn efnilegasti stóri maðurinn í NBA í dag og eru miklar vonir bundnar við hann og lið Orlando í vetur
Dwight Howard er einn efnilegasti stóri maðurinn í NBA í dag og eru miklar vonir bundnar við hann og lið Orlando í vetur NordicPhotos/GettyImages

Níu leikir eru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Flóridaliðanna Orlando Magic og Miami Heat sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á besta tíma í kvöld eða klukkan 23.

Lið Orlando verður án efa eitt af skemmtilegri liðunum í NBA í vetur og hefur á að skipa leikmönnum eins og Dwight Howard, Jameer Nelson, Grant Hill, Darko Milicic og nýliðanum og stórskyttunni JJ Redick frá Duke háskólanum.

Meistara Miami þarf líklega ekki að kynna fyrir neinum en þar eru í fararbroddi þeir Shaquille O´Neal og Dwyane Wade. Leikurinn hefst strax klukkan 23 í kvöld og því er kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um körfubolta að stilla á NBA TV sjónvarpsstöðina á Digital Ísland í kvöld. Þá er rétt að minna á að í dag er vika þangað til deildarkeppnin hefst í NBA og verður NBA TV stöðin með tvær beinar útsendingar á kvöldi fyrstu dagana, svo það er um að gera fyrir NBA aðdáendur að drífa sig í að verða sér út um áskrift að NBA TV hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×