Viðskipti erlent

Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AFP
Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá ákvörðun sinni um breytingar á stýrivaxtastigi í landinu síðar í dag. Greiningaraðilar á Wall Street í Bandaríkjunum telja flestir líkur á óbreyttum vöxtum en segja bankann munu fylgjast grannt með verðbólguþróun.

Stýrivextir vestanhafs hafa staðið óbreyttir í 5,25 prósentum síðan í ágúst eftir samfelldar hækkanir í tæp tvö ár og er ekki búist við að þeir breytist í bráð. Nokkrir telja hins vegar líkur á hækkun vaxta fyrir árslok en aðrir segja vaxtalækkun í farvatninu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×