Viðskipti erlent

Betri afkoma hjá GM

Rick Wagoner, forstjóri General Motors.
Rick Wagoner, forstjóri General Motors. Mynd/AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 115 milljóna dala taprekstri á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 7,8 milljarða íslenskra króna taprekstrar á tímabilinu sem er talsvert betri afkoma en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Þá er þetta umtalsvert betri afkoma en fyrir ári þegar fyrirtækið tapaði 1,7 milljörðum dala eða rúmlega 116 milljörðum króna.

Þá er þetta betri afkoma en hjá öðrum bílaframleiðendum vestanhafs. Ford skilaði meira tapi en búist var við og afkoma Honda var undir væntingum. Þá birtir DaimlerChrysler afkomutölur sínar fyrir þriðja ársfjórðung síðar í dag en búist er við talsverðu tapi hjá fyrirtækinu á þriðja fjórðungi ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×