Innlent

Átta hlotið mænuskaða við að falla af hestbaki í ár

Átta hestamenn hafa hlotið mænuskaða við að falla af baki það sem af er árinu og eru tveir þeirra lamaðir fyrir neðan háls. Þónokkrir til viðbótar hafa meiðst mismunandi alvarlega.

Þetta þykir heldur meiri slysatíðni en rekja megi til aukinnar hestamennsku ár frá ári og efnir Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í vköld.

Í viðtali við Jón Albert Sigurbjörnsson, formann Landssambands hestamannafélagal í Íslandi í bítið kom meðal annars fram að ökumenn torfæruhjóla og tækja valda spjöllum á reiðvegum sem eykur slysahættuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×