Viðskipti erlent

Afkoma DaimlerChrysler umfram væntingar

Merki Chrysler, deildar DaimlerChrysler í Bandaríkjunum.
Merki Chrysler, deildar DaimlerChrysler í Bandaríkjunum. Mynd/AFP
Þýsk-bandaríski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler skilaði 892 milljóna evra hagnaði á þriðja ársfjórðungi eða sem svarar til 76,6 milljarða íslenskra króna. Þetta er betri afkoma en greiningaraðilar bjuggust við og 37 milljón evrum eða tæplega 3,2 milljörðum krónum betri afkoma en á síðasta ári.

Engu að síður drógust tekjur fyrirtækisins í Bandaríkjunum saman um 37 prósent á tímabilinu.

Almennt hafði verið búist við að fyrirtækið myndi skila um 550 milljóna evra hagnaði eða rúmlega 47 milljarða króna hagnaði á tímabilinu.

Þá nam velta fyrirtækisins 35,2 milljörðum evra eða 3.000 milljörðum króna á tímabilinu sem er 8 prósenta samdráttur á milli ára.

Chrysler, Bandaríkjaarmur DaimlerChrysler, hefur ákveðið að lækka verð á nýjum bílum um 1.000 dali eða um 68.000 krónur til að blása lífi í sölu á bílum vestanhafs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×