Viðskipti erlent

Hagnaður Shell umfram væntingar

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher undir merki Shell.
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher undir merki Shell. Mynd/AFP
Olíufélagið Shell skilaði 6,9 milljörðum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 471 milljarðs íslenskra króna og talsvert meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með.
Til samanburðar nam hagnaðurinn 7,2 milljörðum dala eða 491,5 milljörðum dala á síðasta ári.
Greiningaraðilar sögðu í samtali við breska ríkisútvarpið að afkoman væri mjög góð miðað við miklar truflanir á olíuvinnslu fyrirtækisins í Nígeríu á tímabilinu. Sér í lagi er afkoman góð þar sem mestur hluti af hagnaði félagsins í fyrra var tilkominn vegna sölu á eignum. Því er ekki að skipta nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×