Viðskipti erlent

Taprekstur hjá Newcastle

Newcastle berst jafnt um boltann sem um tekjur í kassann.
Newcastle berst jafnt um boltann sem um tekjur í kassann. Mynd/Getty Images

Breska knattspyrnufélagið Newcastle skilaði 12 milljóna punda eða 1,5 milljarða króna tapi á síðustu leiktíð. Tapið er að mestu tilkomið vegna minni aðsóknar í kjölfar þess að liðið komst ekki áfram í Evrópukeppni félagsliða.

Tekjur Newcastle námu 83,1 milljón punda eða tæpum 10,7 milljörðum króna sem er rétt rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna minna en á sama tíma í fyrra.

Vegna þess að félagið náði ekki inn í Evrópukeppnina varð það af 3,3 milljóna punda tekjum vegna útsendinga af leikjum félagsins í sjónvarpi. Þetta jafngildir tæpum 424 milljónum íslenskra króna. Að öðru leyti námu tekjur félagsins vegna sjónvarpsútsendinga 26,5 milljónum punda á leiktíðinni, en það jafngildir 3,4 milljörðum íslenskra króna.

Þau hafa kaup á leikmönnum haft nokkur áhrif á afkomu félagsins.

Yfirstandandi leiktíð lofar betri framtíð fyrir Newcastle, að sögn Freddy Sheperd, stjórnarformanns félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×