Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt 27. október 2006 12:30 Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira