Viðskipti erlent

Nýtt met á Indlandi

Miðlarar í Kauphöll Indlands.
Miðlarar í Kauphöll Indlands. Mynd/AFP

Indverska hlutabréfavísitalan Sensex sló met enn á ný í dag þegar gengi vísitölunnar rauf 13.000 stiga múrinn. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð, eða um 0,77 prósent, en gengi bréfa í fjármála- og tæknifyrirtækjum hækkaði mest.

Greiningaraðilar telja líkur á lækkun vísitölunnar í kjölfarið enda bendi allt til hagnaðartöku fjárfesta.

Hlutabréfavísitalan hefur hækkað talsvert á árinu eða um 36 prósent. Hún lækkaði hins vegar nokkuð um mitt ár og fór niður í 9.000 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×