Viðskipti erlent

Góður hagnaður hjá asískum bílaframleiðendum

Bíll frá Suzuki á ferð.
Bíll frá Suzuki á ferð.

Bílaframleiðendur í Asíu skiluðu flestir góðum hagnaði á fyrri hluta ársins og búast við methagnaði á árinu. Helsta ástæðan er aukinn útflutningur á bílum til Evrópu og Indlands á tímabilinu.

Suzuki skilaði 67,83 milljörðum jena í hagnað á tímabilinu. Þetta svarar til rétt rúmlega 39 milljarða íslenskra króna, sem er 19,3 prósenta aukning á milli ára. Bílaframleiðandinn hefur í hyggju að gefa enn frekar í og reisa verksmiðjur á Indlandi, í Pakistan og í Ungverjalandi á næstu árum.

Sala á bílum frá Suður-Kóreu jókst að meðaltali um 5,8 prósent á tímabilinu að bílaframleiðandanum Hyundai undanskildum. Þar dróst salan saman og kennir fyrirtækið um löngum helgum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×